Aðalfundur foreldrafélags Áslandsskóla

21.9.2018

Aðalfundur Foreldrafélags Áslandsskóla verður fimmtudaginn 27. september kl. 19:30 í sal Áslandsskóla. Áætlað er að fundurinn taki um hálfa klukkustund.

Strax að fundi loknum verður áhugaverður og skemmtilegur fyrirlestur með hinni frábæru Eddu Björgvins. Áætlað er að fyrirlesturinn taki um klukkustund.

Veitingar og skemmtilegar umræður. Við hvetjum forráðamenn til að mæta og hafa áhrif á nærumhverfi barnanna okkar.

D A G S K R Á   F U N D A R I N S  E R :
1. Skýrsla fráfarandi stjórnar
2. Endurskoðaðir ársreikningar lagðir fram til samþykktar
3. Önnur mál Frábær fyrirlestur með hinni einstöku Eddu Björgvins

H Ú M O R  O G  A Ð R I R   S T Y R K L E I K A R
Vitum við hverj ir styrkleikar okkar eru og hvað drífur okkur áfram?
Með því að þekkja styrkleika okkar og nota þá á réttan hátt getum við fengið mun meira út úr vinnunni og l ífinu sjálfu.
Húmor er einn af hamingjuaukandi styrkleikum sem nýtist sérlega vel í lífinu og gaman er að skoða allar
hliðar á þessu frábæra samskiptatæki.


Áslandsskóli | Kríuási 1, 221 Hafnarfjörður
Sími: 585 - 4600 | Netfang: aslandsskoli@aslandsskoli.is