Aðalfundur Foreldrafélagsins

20.8.2015

Aðalfundur Foreldrafélagsins verður miðvikudagskvöldið 26.ágúst kl. 19:30-20:30.


Dagskrá fundarins er:

1. Skýrsla fráfarandi stjórnar 

2. Endurskoðaðir ársreikningar lagðir fram til samþykktar - 

3. Kosning í stjórn foreldrafélagsins og nefndir

4. Önnur mál

Fundarstjóri verður Peta Jensdóttir formaður félagsins

Komdu á fundinn og taktu þátt í umræðunni. 

Kaffi, og skemmtilegar umræður í boði sem og hefðbundinn aðalfundarstörf. 

Tilgangur foreldrafélagsins er að efla foreldrasamstarf og tengsl foreldra, kennara og starfsfólks skólans. Ýmsar gagnlegar upplýsingar fyrir foreldra, upplýsingar um starfsemi félagsins og lög þess má sjá á vefsíðu foreldrafélagsins.

Við trúum því að með virkri þátttöku foreldra verði frammistaða nemenda betri, sjálfstraust þeirra meira og viðhorf jákvæðara.


Áslandsskóli | Kríuási 1, 221 Hafnarfjörður
Sími: 585 - 4600 | Netfang: aslandsskoli@aslandsskoli.is