Fréttir

Stóra Upplestrarkeppnin í Áslandsskóla

Stóra Upplestrarkeppnin í Áslandsskóla

Stóra upplestrarkeppnin hefst ár hvert á degi íslenskrar tungu 16. nóvember, og lýkur í mars.

Nemendur í 7. bekk hafa frá því í nóvember lagt rækt við vandaðan upplestur og góðan framburð.  Í byrjun febrúar voru svo haldnar upplestrarhátíðir í hvorum bekk ásamt lokahátíð skólans og tveir nemendur valdir til áframhaldandi þátttöku í keppninni fyrir hönd skólans. ...

Fulltrúar skólans á lokahátíð keppninnar verða þau Bjarki Steinar 7. BBB og Katla Sól 7. BBB. Lokahátíðin fer fram þann 4. mars kl. 17 í Hafnarborg.

Það hefur verið frábært að fylgjast með miklum framförum hjá nemendum frá því í nóvember og hefur tekist vel til að vekja nemendur til umhugsunar um vandaðan upplestur og góða framsögn.


Áslandsskóli | Kríuási 1, 221 Hafnarfjörður
Sími: 585 - 4600 | Netfang: aslandsskoli@aslandsskoli.is