Á bifhjóli í skólann

Vert er að hafa í huga

29.8.2019

Nokkrir eldri nemendur koma á bifjólum í skólann. Því er vert að rifja upp nokkur atriði hvað það varðar.

Stæði

Nemendur sem koma á bifhjóli í skólann skulu leggja því á bílastæði fjærst skólanum, við strætóskýli. Stranglega bannað er að leggja bifhjólunum inná milli bíla á bílastæði.

Skólalóð

Stranglega bannað er að aka um skólalóð á bifhjóli á skólatíma. Slíkt getur skapað óþarfa hættu.

Íþróttir og sund

Nemendur sem koma á bifhjóli í skólann eiga ekki að fara á þeim í íþróttir og sund heldur fara með skólabíl. Þegar nemendur fara í íþróttir og sund eru þau á skólatíma á okkar ábyrgð og því fara þau með skólabíl.

Því miður hefur borið á því að nemendur fari á bifhjólum í þessar kennslustundir og stundum jafnvel með annan nemanda aftan á hjólinu. Slíkt er vitanlega stranglega bannað og stórhættulegt.

Frekari reglur um notkun bifhjóla má finna á þessari slóð hjá Samgöngustofu:

https://www.samgongustofa.is/umferd/fraedsla-og-oryggi/fraedsla/bifhjol/oryggi-bifhjolamanna/


Áslandsskóli | Kríuási 1, 221 Hafnarfjörður
Sími: 585 - 4600 | Netfang: aslandsskoli@aslandsskoli.is