Ávaxtastund í unglingadeild

17.9.2019

Frá og með 1. október næstkomandi hefst ávaxtastund fyrir nemendur í unglingadeild.

Þar geta nemendur í unglingadeild verið skráðir í áskrift og fengið ávaxtanesti í fyrstu frímínútum.

Forráðamenn nemenda skrá þá og greiða fyrir í gegnum Matartorgið líkt og með hádegismatinn.

Opið er fyrir skráningu fyrir október út þessa viku eða til 20. september.


Áslandsskóli | Kríuási 1, 221 Hafnarfjörður
Sími: 585 - 4600 | Netfang: aslandsskoli@aslandsskoli.is