• Comeiusarmynd 001

Comeniusarverkefni Áslandsskóla 2013 - 2015

27.5.2015

Áslandsskóli hefur verið í Comeniusarverkefninu  Active bodies active minds í 2 ár og lauk því á þriðjudaginn 19. maí. 
Megináhersla í samstarfsverkefninu var að fá nemendur til að hreyfa sig meira og borða heilsusamlegt fæði svo að nám yrði skemmtilegra.  Verkefninu lauk með heimsókn samstarfsskólana okkar frá Kýpur, Finnlandi, Þýskalandi, Noregi, Slóveníu og Spáni. 
Nemendur Áslandsskóla voru með kynningu og sýningu á sal skólans þar sem nemendur í 3. bekk sýndu atriði úr Latabæ.
Nemendur frá öllum löndum dönsuðu flashmob dans við lagið Happy en Finnar sömdu dans sporin. Hægt er að sjá myndband af dansinum hér á youtube
Verkefnið var mjög vel heppnað og tóku margir nemendur frá öllum löndum þátt í verkefninu eins og má sjá á heimasíðu verkefnisins á eftirfarandi slóð.  Active bodies - active minds


Áslandsskóli | Kríuási 1, 221 Hafnarfjörður
Sími: 585 - 4600 | Netfang: aslandsskoli@aslandsskoli.is