Dagur gegn einelti

6.11.2017

Miðvikudaginn 8. nóvember n.k. er Dagur gegn einelti og við hér í Áslandsskóla ætlum að hafa þennan dag grænan.
Börnin okkar eiga rétt á því að líða vel í skóla. Jákvæður skólabragur skiptir sköpum fyrir líðan og starfsgleði nemenda og starfsfólks og getur haft sömu áhrif og besta forvarnarstarf. Til þess að svo megi vera þurfum við öll að leggja okkur fram og leggja áherslu á virðingu, samkennd, jákvæð samskipti og skilning. 
Þennan dag verður lögð áhersla á fræðslu gegn einelti í öllum bekkjum skólans og ýmis verkefni unnin af nemendum í tengslum við samskipti og vináttu. Allir nemendur og starfsfólk skólans mega mæta í einhverju grænu í skólann þennan dag.


Áslandsskóli | Kríuási 1, 221 Hafnarfjörður
Sími: 585 - 4600 | Netfang: aslandsskoli@aslandsskoli.is