Erasmus+ heimsókn í vikunni

Culture of Learning

16.5.2018

Þessa skólaviku eru góðir gestir hjá okkur í skólanum í tengslum við Erasmus+ verkefni skólans.Gestirnir koma frá Lettlandi, Póllandi og Wales og koma úr háskólum og grunnskólum.
Meginþema verkefnisins, sem stendur yfir frá 2016-2019 er gæði kennslu og rannsóknarvinna því tengt.  Verkefnið ber yfirheitið Culture of Learning og er byggt á verkefni hjá OECD sem ber heitið Nature of Learning.
Gestirnir, sem eru 30 alls, dvelja hjá okkur fram á föstudag.  Þau eru mjög hrifin af skólanum og starfinu hér enda hafa nemendur og starfsfólk tekið vel á móti hópnum.
Næst munu fulltrúar skólanna hittast í Krakow í Póllandi í október.

Áslandsskóli | Kríuási 1, 221 Hafnarfjörður
Sími: 585 - 4600 | Netfang: aslandsskoli@aslandsskoli.is