Félagsmiðstöðvadagurinn 2. nóvember

1.11.2016

Félagsmiðstöðvadagurinn verður haldinn hátíðlegur 2. nóvember og verður félagsmiðstöðinn Ásinn með opið fyrir gesti og gangandi. Það eru Samfés, samtök félagsmiðstöðva og ungmennahúsa á Íslandi, sem standa fyrir þessum degi en markmiðið er að gefa áhugasömum færi á að heimsækja félagsmiðstöðina og ungmennahúsið í sínu nágrenni, kynnast því sem þar fer fram, unglingunum og þeim viðfangsefnum sem þeir fást við með stuðningi starfsfólks.

Yfirskrift dagsins er "Framtíðin er núna" og hvetjum við ungt fólk, foreldra og aðstandendur til að kíkja í heimsókn og kynna sér fjölbreytt, faglegt og skemmtilegt starf í félagsmiðstöðinni í sínu hverfi. Hjá okkur í Ásnum opnum við kl:19.30, unglingarnir ætla að selja vöfflur og kaffi eða kakó, haldin verður keppni milli foreldra og ungmenna í hinum ýmsu þrautum. 

Allir eru velkomnir, sérstaklega foreldrar og "gamlir" unglingar sem vilja rifja upp kynnin við gömlu félagsmiðstöðina.


Áslandsskóli | Kríuási 1, 221 Hafnarfjörður
Sími: 585 - 4600 | Netfang: aslandsskoli@aslandsskoli.is