Fjölgreindaleikar Áslandsskóla

6.11.2018

Fjölgreindaleikar eru í Áslandsskóla í dag, þriðjudaginn 6. nóvember og á morgun miðvikudaginn 7. nóvember.

Á fjölgreindaleikum er skólastarf brotið upp. Kennarar setja upp fjölbreyttar stöðvar um allan skóla þar sem hæfileikar hvers og eins nemanda og kennara fá að njóta sín.

Öllum nemendum skólans er blandað í lið, þannig vinna nemendur í 1.-10. bekk saman og skipa saman hvert lið.  Allir nemendur fara einu sinni á hverja stöð.

Hvert lið hefur fyrirliða úr hópi elstu nemenda skólans sem stýrir sínu liði.

 

Það er sannarlega eitt af því allra skemmtilegast við fjölgreindaleikana,
að sjá hve vel elstu nemendurnir hugsa um þá yngstu í sínum hópi, leiðbeina þeim og sýna þeim virðingu, umhyggju og kærleik.

 Fjölgreindaleikarnir byggja á fjölgreindum taugasálfræðingsins Howards Gardners.

Gardner skipti greind upp í, fyrst sjö en síðar átta flokka og hélt því fram að við gætum verið snjöll í mörgum flokkum en þó sterkust í einum flokki.

Eins og í mörgu öðru er mikilvægt að þróa sig á þeim sviðum sem við erum hvað sterkust, en einnig þeim sem við erum ekki eins sterk. Þannig gæti einstaklingur verið: tónsnjall, sjálfssnjall, líkamssnjall, umhverfissnjall, myndsnjall, orðsnjall, félagssnjall, talna- eða röksnjall.


Áslandsskóli | Kríuási 1, 221 Hafnarfjörður
Sími: 585 - 4600 | Netfang: aslandsskoli@aslandsskoli.is