Fræðsla í upplýsingatækni

15.10.2019

Upplýsingatækni leikur stórt hlutverk í nútíma skólastarfi. Eins og áður hefur komið fram þá höfum við í Áslandsskóla ákveðið að bjóða upp á fræðslu fyrir foreldra.

Búið er að tímasetja tvenns konar fræðslu í október á tveimur mismunandi tímum dagsins.
Rétt er að ítreka að um sams konar fræðslu er að ræða á tveimur ólíkum tímasetningum.

Miðvikudagur 16. okt kl. 8:10
Ipad grunnur

Fimmtudagur 17. okt kl. 17:00
Ipad grunnur

Fræðslan fer fram í fyrirlestrarsal skólans og vonandi sjá sem flestir hag í því að mæta.

Rafræn kveðja
Leifur skólastjóri


Áslandsskóli | Kríuási 1, 221 Hafnarfjörður
Sími: 585 - 4600 | Netfang: aslandsskoli@aslandsskoli.is