Fullveldisdagurinn 1. desember

30.11.2015

Á morgun er fullveldisdagurinn 1. desember og fyrirhugaður ratleikur hér hjá okkur í Áslandsskóla.
Skipulagður hefur verið ratleikur hér í nærumhverfinu fyrir yngri nemendur en fyrir þá eldri í miðbænum.

Veðurútlit er ekkert sérstaklega spennandi en samkvæmt spá ætti veður að versna uppúr hádeginu.  Því er ljóst að við tökum stöðuna strax í fyrramálið hvað ratleikinn varðar, en undirbúningur kennara fyrir hann hefst kl. 07.00 í fyrramálið.

Skóladagurinn á morgun er sveigjanlegur eins og komið hefur fram í bréfum frá skólanum og dagskráin því búin eftir hádegisverð, pylsuveisla .  Skólinn verður engu að síður opinn og gott er fyrir foreldra að brýna fyrir börnum sínum að rjúka ekki úr skólanum ef veður verður orðið vont, í það minnsta að láta vita af sér.
Þá er einnig bent á viðbragðsáætlun sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu:  http://www.aslandsskoli.is/media/oryggismal/Ovedur-til-foreldra-utg-1.pdf 


Áslandsskóli | Kríuási 1, 221 Hafnarfjörður
Sími: 585 - 4600 | Netfang: aslandsskoli@aslandsskoli.is