Grunnskólahátíð

Miðvikudaginn 7. febrúar fer fram Grunnskólahátíð í Hafnarfirði.

6.2.2018

Miðvikudaginn 7. febrúar fer fram Grunnskólahátíð í Hafnarfirði. 

Sýndar verða leiksýningar frá öllum grunnskólunum í Gaflaraleikhúsinu kl. 10, kl. 12 og kl. 14. 

Um kvöldið kl. 19:00-22:30 fer fram ball í íþróttahúsinu við Strandgötu. 

Miðaverð á hátíðina er 2900 kr og miðasalan hefst miðvikudaginn 31. janúar og fer fram í félagsmiðstöðvunum í Hafnarfirði. Innifalið í miðaverði eru leiksýningar, ball og akstur.

Á ballinu koma fram DJ Ralfs, Wizardmanscligue, JóiPé og Króli, Sprite Zero Klan, Rjóminn, Ragga Hólm og sigurvegarar úr söngkeppni Hafnarfjarðar.

Rútur fara frá öllum skólum á ballið nema Lækjar- og Öldutúnsskóla - en unglingarnir þaðan koma sér sjálf á staðinn. Fatahengi verður á staðnum en ekki er borin ábyrgð á verðmætum og skópör verða ekki geymd í fatahenginu. 

Við hvetjum við foreldra/forráðamenn að biðja unglinginn sinn að skilja ekki mikil verðmæti eftir í yfirhöfnum sínum og velja skóbúnað vel því ballið er langt.Allir nemendur fara svo í rútum heim sem byrja að keyra frá Strandgötunni kl. 22:30. 

Frí er gefið í fyrstu tveimur tímum þann 8. febrúar fyrir nemendur í unglingadeild. Nemendur fá nánari upplýsingar í félagsmiðstöðinni sinni varðandi mætingu og fyrirkomulag.

Með fyrirfram þökk og von um góð viðbrögð 

Deildarstjórar félagsmiðstöðva í Hafnarfirði


Áslandsskóli | Kríuási 1, 221 Hafnarfjörður
Sími: 585 - 4600 | Netfang: aslandsskoli@aslandsskoli.is