Grunnskólahátíðin er í dag!

8.2.2017

Grunnskólahátíðin er í dag! Félagsmiðstöðvar og skólar hafa staðið að þessu verkefni í áraraðir og hefur hátíðin ætíð verið unglingum og verkefnum þeirra til sóma. Nemendur úr grunnskólum bæjarins sýna afrakstur allskonar listtengdrar vinnu á leiksýningum í Gaflaraleikhúsið Hafnarfirði í dag og í kvöld er dansleikur í Íþróttahúsinu Strandgötu þar sem PartyPrins X Umboðsmaður, sigurvegarar úr söngkeppni félagsmiðstöðvanna, DJ Darri T, Páll Óskar og Emmsjé Gauti munu koma fram. Öll ungmenni verða keyrð heim að dansleik loknum 


Áslandsskóli | Kríuási 1, 221 Hafnarfjörður
Sími: 585 - 4600 | Netfang: aslandsskoli@aslandsskoli.is