Hafnarfjörður-Mývatn gangandi!

7.6.2018

Við í 3. bekk í Áslandsskóla erum við búin að vera dugleg að hreyfa okkur í vor –enda heilsueflandi grunnskóli. Á hverjum degi fáum við tækifæri til að fara hring í kringum skólann okkar –og stundum marga hringi. Sumir hlaupa en aðrir ganga, hver með sínum hraða. Við höfum nýtt þetta sem hvatningu við lærdóm, oftar en ekki þarf að klára verkefni til að fá að hlaupa hring. Við nýtum okkur einnig náttúruna í nærumhverfi okkar og höfum gengið nokkrum sinnum upp á Ásfjall.

Markmið okkar var að fara vegalengd sem samsvaraði vegalengdinni til Akureyrar, í fyrra komumst við á Hvammstanga. Á síðasta skóladegi skólaársins reiknuðum vegalengdina sem við höfðum farið, alls voru þetta 533 km sem samsvarar vegalengdinni frá Hafnarfirði og framhjá Mývatni. Markmiðinu var því náð og rúmlega það. Samanlögð vegalengd þessi tvö vor samsvarar því vegalengdinni frá Hafnarfirði og til Egilsstaða.

Við stefnum að því að klára hringveginn næsta vetur, en til að það takist þurfum við aldeilis að vera dugleg.


Áslandsskóli | Kríuási 1, 221 Hafnarfjörður
Sími: 585 - 4600 | Netfang: aslandsskoli@aslandsskoli.is