Hafragrautur

2.12.2016

Frá og með mánudeginum 5. desember geta nemendur í unglingadeild fengið hafragraut í morgunverð í skólanum.
Hafragrauturinn verður framreiddur milli kl. 7:45 og 8:05 hvern morgun, en fyrsta kennslustund hefst kl. 8:10
Fyrst um sinn verður þessi tilraun bara fyrir nemendur í unglingadeild og ef nýting og umgengni er til fyrirmyndar verður framhald á.
Foreldrar nemenda í 8.-10. bekk eru velkomnir í hafragraut með nemendum.


Áslandsskóli | Kríuási 1, 221 Hafnarfjörður
Sími: 585 - 4600 | Netfang: aslandsskoli@aslandsskoli.is