Jón Ragnar Jónsson heimsótti Áslandsskóla

18.1.2017

Jón Ragnar Jónsson kom í heimsókn í alla 8. bekki núna í morgun. Boðskapur Jóns er ekki eingöngu forvarnafræðsla gegn munntóbaki heldur leggur hann einnig áherslu á heilbrigðan lífstíl, samskipti og að lifa lífinu lifandi. Að lokum spilaði hann eitt lag fyrir þau. Fræðslan var mjög persónuleg og lifandi og náði Jón mjög vel til krakkanna.


Áslandsskóli | Kríuási 1, 221 Hafnarfjörður
Sími: 585 - 4600 | Netfang: aslandsskoli@aslandsskoli.is