Kemst jólasveinninn til Hafnarfjarðar?

Lestrarátak

19.11.2018

Í dag hefst sameiginlegt lestrarátak í Áslandsskóla, það mun standa frá 19. nóvember til 2. desember. Við ætlum að hvetja nemendur til að lesa eins mikið og hægt er. Umgjörðin verður sú að annars vegar er verið að safna bókarkjölum í bókahillu og hins vegar kílómetrum svo jólasveinninn komist nú frá Norðurpólnum til Hafnarfjarðar.
Fyrir hverjar 60 mínútur sem lesnar eru fyllir nemandi út einn bókarkjöl í skólanum. Á kjölinn þarf að skrifa nafn bókar og nafn nemanda. Svo þarf að hengja kjölinn upp í bókahillur sem verða settar í hverja deild. Athugið að allur lestur telur, einnig þegar lesið er fyrir barnið
Svo er komið að jólasveininum. Hann þarf að komast frá Norðurpólnum til Hafnarfjarðar og vegalengdin er um 3000 km. Það verða 3 sleðar hengdir upp fyrir framan bókasafnið, einn fyrir hverja deild. Við munum svo færa sleðana nokkrum sinnum yfir tímabilið og vonandi kemst hann alla leið. Fyrir hvern bókakjöl safnast 2 km.


Sérstakt kvittunarblað kemur heim í dag.
Endilega hjálpumst öll að við að koma jólasveininum hingað til okkar í Hafnarfjörðinn.


Áslandsskóli | Kríuási 1, 221 Hafnarfjörður
Sími: 585 - 4600 | Netfang: aslandsskoli@aslandsskoli.is