Kynningarfundur

23.9.2016

Ný Aðalnámskrá grunnskóla er helsta tæki stjórnvalda til að tryggja samræmi og samhæfingu skólastarfs við útfærslu á sameiginlegri menntastefnu.
Nýja námskráin hefur í för með sér ákveðnar breytingar og er til að mynda fyrsta námskráin sem skyldar skóla til að nota ákveðinn matskvarða, matsviðmið.

Kennarahópar og árgangar hjá okkur í Áslandsskóla vinna nú við að færa sig yfir í þetta nýja form og tileinka sér nýja hugsun hvað þetta varðar.  Það ber að leggja áherslu á að allur skólinn, 1.-10. bekkur, er að fara yfir í þessa nýju hugsun, allar námsgreinar, allir árgangar.

Skólastjóri boðar foreldra til kynningarfundar á ofangreindu á sal skólans fimmtudaginn 29. september kl 8.15-8.55.


Áslandsskóli | Kríuási 1, 221 Hafnarfjörður
Sími: 585 - 4600 | Netfang: aslandsskoli@aslandsskoli.is