Leiðarljós um skjátíma dreift til allra barna í Áslandsskóla

23.1.2020

Öll börn í Áslandsskóla fengu segul varðandi viðmið um skjátími að gjöf, þeim var dreift í liðinni viku og fóru heim með öllum börnum í heimavinnupakkanum.

Markmið segulsins er fyrst og fremst að auka vitund fjölskyldna um skjátíma, sem og skapa umræðu innan veggja heimilisins um hver skjátími ætti að vera og hvernig fjölskyldumeðlimir nýta skjái.

Á seglinum eru þrenns konar skilaboð:

· Tilvísun á www.skjatimi.is þar sem finna má frekari upplýsingar um skjátíma og gagnlega tengla

· Gildi sem allir, ungir sem aldnir, ættu að hafa í huga við skjátímanotkun

· Leiðarljós fyrir hámarks skjátíma á dag sem hentar mismunandi aldri

,,Skjátími er sá tími sem við eyðum á hverjum degi í að horfa á skjá. Fyrst og fremst er átt við snjallsíma, spjaldtölvur, leikjatölvur, borðtölvur, fartölvur og sjónvarp.

Hér eru sett fram leiðarljós um heildarskjátíma utan skólatíma. Leiðarljósin eru sett fram sem æskilegur hámarkstími en ekki tími sem nauðsynlegt er að uppfylla.

Dæmi um jákvæða skjáhegðun:

  • Styðjum við áhugavert, lærdómsríkt og uppbyggilegt skjáefni
  • Slökkvum á tækjum sem ekki eru í notkun
  • Gætum þess að notkun okkar trufli ekki aðra
  • Það má svara skilaboðum síðar
  • Sýnum virðingu í mannlegum samskiptum og komum fram af kurteisi
  • Hugum að netöryggi
  • Fáum alltaf leyfi áður en við dreifum myndum og persónulegum upplýsingum um aðra
  • Virðum aldurstakmarkanir

Vonandi mun segullinn um skjátíma skapa umræður innan heimilis um æskilega skjáhegðun og þannig, smátt og smátt, festa í sessi, reglur hvers og eins heimilis um skjátíma. Segullinn er ekki töfralausn heldur tæki sem fjölskyldur geta notað til að auka notkun og mynda ramma utan um skjánotkun allra í fjölskyldunni.

Bestu kveðjur
Kristín formaður Foreldrafélagsins
Leifur Skólastjóri


Áslandsskóli | Kríuási 1, 221 Hafnarfjörður
Sími: 585 - 4600 | Netfang: aslandsskoli@aslandsskoli.is