Mánudagurinn 16. mars verður starfsdagur í Áslandsskóla

15.3.2020

Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu vinna nú að skipulagningu skólastarfs . Ákveðið er að mánudaginn 16.mars verði starfsdagur í grunn- og leikskólum á höfuðborgarsvæðinu til þess að stjórnendur og starfsmenn grunn- og leikskóla geti skipulagt skólastarfið sem best á þessu tímabili sem takmörkunin nær til. Starfsdagur þýðir að starfsfólk mætir til vinnu en nemendur leikskóla og grunnskóla mæta ekki í skólann þennan mánudag.
Rétt er að ítreka að frístundaheimili eru líka lokuð vegna skipulagsvinnu.


Áslandsskóli | Kríuási 1, 221 Hafnarfjörður
Sími: 585 - 4600 | Netfang: aslandsskoli@aslandsskoli.is