Menningardagar í Áslandsskóla

HAFNARFJÖRÐUR BÆRINN MINN

11.3.2016

Dagana 14. -17. mars eru menningardagar í Áslandsskóla. Þá er skólastarfið brotið upp á
margvíslegan hátt. Hafnarfjörður bærinn minn er þema menningardaganna að þessu sinni.
Nemendum er skipt í hópa og vinna þeir að fjölbreyttum verkefnum.

Mánudag, þriðjudag og miðvikudag er skóladagur fyrir 1.-10. bekk frá 8.10 - 13.10.
Hefðbundin stundaskrá gildir ekki þessa daga.

Fimmtudaginn 17. mars er opið hús í Áslandsskóla frá kl. 12:00 – 17:00 en þá er sýning á
afrakstri menningardagana og á vinnu nemenda í vetur. Uppákomur verða á sal skólans og m.a.
sýna nemendur í  3. bekk söngleikinn Trúir þú á skrýtnar sögur. Nánari dagskrá kemur síðar.
Einnig verður kaffihús á vegum 10. bekkja á efri hæðinni.
Þennan dag (fimmtudaginn 17. mars) er ekki hefðbundið skólastarf, nemendur mæta eingöngu
eftir hádegi í u.þ.b 30 til 60 mínútur og munu umsjónarkennarar senda heim upplýsingar um
mætingu og skólatíma nemenda sinna þann dag. Þeir nemendur sem eiga alla jafna dvöl í
frístundaheimili fara þangað, en aðrir eru á ábyrgð forráðamanna.

Þeir foreldrar sem hafa áhuga á að koma við og aðstoða á menningardögum eru hjartanlega
velkomnir. Vinsamlegast hafið samband við umsjónakennara, vegna þess.

Við hlökkum til að sjá sem flesta á sýningardaginn, bæði til að njóta þess sem boðið verður uppá
og gæða sér á kræsingum á kaffihúsi elstu nemenda skólans.


Áslandsskóli | Kríuási 1, 221 Hafnarfjörður
Sími: 585 - 4600 | Netfang: aslandsskoli@aslandsskoli.is