Námsgögn með heimleiðis

Staðan varðandi skólahald óljós

13.3.2020

Kæru foreldrar

Staðan varðandi skólahald eftir helgina er óljós þegar þetta er skrifað.

Við í Áslandsskóla viljum hafa vaðið fyrir neðan okkur og senda nemendur með námsgögn heim úr skóla í dag með nánari fyrirmælum.

Þegar þetta er ritað á eftir að móta sérreglur varðandi leik- og grunnskóla, hlutirnir gerast hratt en við munum senda ykkur nánari upplýsingar og leiðbeiningar um leið og við vitum meira.

Skólakveðja
Leifur S. Garðarsson, skólastjóri ÁslandsskólaÁslandsskóli | Kríuási 1, 221 Hafnarfjörður
Sími: 585 - 4600 | Netfang: aslandsskoli@aslandsskoli.is