Niðurstöður úr foreldrakönnun

Notkun Ipad í skólastarfi

11.12.2017

Í tengslum við alþjóðleg Erasmus+ verkefni skólans var í vor gerð foreldrakönnun meðal þeirra foreldra sem eiga börn í 5.-10. bekk skólans.

Alls bárust 100 svör frá foreldrum.

Helstu niðurstöður voru þessar:

Notar barn þitt Ipad í heimaverkefni / 93% svöruðu játandi en 7% neitandi.

Þekkirðu öpp og forrit sem barn þitt notar til þess að læra á Ipad / 53,5% svöruðu játandi en 46,6% neitandi.

Finnst þér að skólinn ætti að banna notkun á Ipad í frímínútum og hádegishléum / 62,6% svöruðu játandi en 37,3% neitandi.

Finnst þér að skólinn ætti að banna öpp með leikjum og samfélagsmiðla(t.d. snapchat, facebook og twitter) / 57,3% svöruðu játandi en 42,4% neitandi.

Finnst þér innleiðing á Ipad í Áslandsskóla hafa haft jákvæð eða neikvæð áhrif á nám barnsins þíns / mjög jákvæð áhrif sögðu 41% foreldra, frekar jákvæð áhrif sögðu 26%, hvorki né svöruðu 21%, frekar neikvæð sögðu 6% og mjög neikvæð sögðu 5%.

 

Við þurfum stöðugt að leita leiða í þróunarverkefnum eins og þessu og passa að kerfin okkar tali saman sem og að upplýsingaveita til foreldra verður að vera góð.  Nú nýverið hafa t.d. verið haldin örnámskeið fyrir foreldra í nokkrum árgöngum í Google Classroom umhverfinu.  Þeim verður framhaldið eftir áramót.


Áslandsskóli | Kríuási 1, 221 Hafnarfjörður
Sími: 585 - 4600 | Netfang: aslandsskoli@aslandsskoli.is