Júní 2004

20.5.2004

Ágætu nemendur, foreldrar, kennarar og aðrir starfsmenn Áslandsskóla

Við skulum byrja á því að kveikja á kertunum fjórum sem tákna hornstoðir skólans.
Ég kveiki á kerti fyrir allar dygðir
Ég kveiki á kerti fyrir hnattrænan skilning
Ég kveiki á kerti fyrir þjónustu við samfélagið
Ég kveiki á kerti fyrir að gera allt framúrskarandi vel

Nú er Áslandsskóli í sparifötunum. Skólaslit að vori er ávallt skemmtilegur tími, þar sem litið er um öxl og hugur leitar yfir afrakstur skólaársins.
Þriðja starfsár Áslandsskóla var í senn ánægjulegt og árangursríkt. Verulegar breytingar urðu á starfsliði skólans fyrir þetta skólaár og þannig hafa nýir starfsmenn verið að kynnast nýjum nemendum og nýjar og ferskar hugmyndir orðið að veruleika.

Áslandsskóli | Kríuási 1, 221 Hafnarfjörður
Sími: 585 - 4600 | Netfang: aslandsskoli@aslandsskoli.is