Apríl 2004

10.4.2004

Kæru nemendur og forráðamenn

Þegar vorsins ljóðaleikur
lætur óma þíða strengi,
þegar frjómagn fyrstu grasa
fer að lita tún og engi,
er sem þúsund klukkur kalli:
komdu vinur útí bláinn,
leggðu frá þér vanaverkin;
veturinn er löngu dáinn.

Einstaklega vel heppnuðum menningardögum lauk skömmu fyrir páska. Eiga nemendur hrós skilið fyrir frábæra frammistöðu, starfsfólk hrós fyrir góðan undirbúning og forráðamenn, ættingjar og vinir hrós fyrir það að heimsækja okkur á þessum dögum.
Telst mér til að um 500 manns hafi litið við í skólanum í það minnsta annan menningardaganna.

Áslandsskóli | Kríuási 1, 221 Hafnarfjörður
Sími: 585 - 4600 | Netfang: aslandsskoli@aslandsskoli.is