Október 2003

1.10.2003

Góður námsárangur, vönduð vinnubrögð og almenn vellíðan

Einn mikilvægasti þáttur í skólastarfi er mótun framtíðarsýnar fyrir skóla sem starfsfólk, nemendur og forráðamenn skólasamfélagsins deila í sameiningu. Slík framtíðarsýn er veigamikill þáttur eigi stofnun að taka framförum og ná árangri.
Framtíðarsýn auðveldar ýmsa þætti skólastarfsins. Ákvarðanir um forgangsverkefni og áhersluatriði í skólanámskrárvinnu verða í senn auðveldari og markvissari og val á þróunar- og umbótaverkefnum ekki handahófskennt. Skýr framtíðarsýn stuðlar líka að því að sjálfsmat verður mikilvægur liður í umbótaferli og nauðsynlegt verkfæri til að átta sig á hvort skólinn hefur þokast í átt að settu marki. Þá auðveldar slíkt leiðarljós kennurum að takast á við dagleg álitamál í kennslu.

Áslandsskóli | Kríuási 1, 221 Hafnarfjörður
Sími: 585 - 4600 | Netfang: aslandsskoli@aslandsskoli.is