September 2003

2.9.2003

Kæru nemendur, foreldrar/forráðamenn!

Fyrstu vikur skólaársins hafa gengið mjög vel. Allir í skólasamfélaginu eru að ná fótfestu með nýrri tímatöflu, kynnast nýjum einstaklingum í hópi nemenda og starfsfólks og stór hluti að öðlast betri skólafærni.
Allir árgangar eru nú komnir með varanlega stundatöflu en smá lagfæringar þurfti að gera til að uppfylla réttan stundafjölda skv. viðmiðurnarstundaskrá.
Pöntun og afgreiðsla skólafatnaðar hefur gengið vel. Settir voru upp sérstakir pöntunar– og mátunardagar og voru þeir vel nýttir. Auk þess hafa þeir sem ekki áttu heimangengt komið á skólatíma og náðst hefur að afgreiða flesta.

Áslandsskóli | Kríuási 1, 221 Hafnarfjörður
Sími: 585 - 4600 | Netfang: aslandsskoli@aslandsskoli.is