Danske elever på besøg

17.11.2013

Dagana 2.-7. september fengu nemendur í 9. bekk hressa og skemmtilega danska unglinga í heimasókn frá Randers í Danmörku. Unnu nemendur skemmtilegt skólaverkefni en tóku sér samt tíma í að skoða helstu túristastaði suðvesturhornsins eins og höfuðborgina, Gullna hringinn og Bláa Lónið. Einnig var farið á hestbak og baðað sig í sundlaug bæjarins. Gistu þeir dönsku heima hjá þeim íslensku og fengu þannig íslenska heimilissiði og menningu beint í æð.

{nl}

Nk.mánudag fer 9. bekkur svo í heimsókn til vina sinna í Randers og verða hjá þeim í 5 daga og er tilhlökkunin mikil.

{nl}

Nordplus styrkir þetta verkefni og hægt er að fylgjast með því á heimasíðunni; www.rodgrodmedflode.wordpress.com


Áslandsskóli | Kríuási 1, 221 Hafnarfjörður
Sími: 585 - 4600 | Netfang: aslandsskoli@aslandsskoli.is