Áslandsskóli hlýtur viðurkenningu fræðsluráðs 2013

11.11.2013

Áslandsskóli og Jenný Berglind Rúnarsdóttir hljóta viðurkenningu fræðsluráðs árið 2013.

{nl}

 

{nl}

Þau hljóta verðlaunin fyrir virka þátttöku í alþjóðasamstarfi sem skólinn hefur verið virkur þátttakandi í í mörg ár. Alþjóðaverkefni hafa verið mikilvægur þáttur í starfsemi skólans sem hluti af einni dygð skólans, „hnattrænn skilningur“ og er einn af hornsteinum skólans. Sem hluti af þessum hornsteini hefur verið þátttaka skólans í alþjóðlegum verkefnum, til dæmis Comeniusar­verkefnum eða þrisvar sinnum, nú undir forystu skólans og þa ð fjórða í undirbúningi. Þátttaka skólans í alþjóðlegum samvinnuverkefnum hefur eflt skólann, aukið víðsýni nemenda auk þess að færa þeim fjölbreyttari námsverkefni í daglegu skólastarfi og um leið gefið kennurum skólans tækifæri að þróa sig í starfi á forsendum alþjóðlegrar kennarasamvinnu.

{nl}

 

{nl}

Lykilaðili í skólanum í alþjóða- og Evrópuverkefnunum (Comenius) hefur verið Jenný Berglind Rúnarsdóttir, enskukennari, sem hefur haldið utan um slík verkefni og stjórnað þeim með elju sinni og dugnaði. Fyrir þa ð hlýtur hún viðurkenninguna með skólanum.

{nl}

 

{nl}

Eyjólfur Sæmundsson, formaður fræðsluráðs, veitti viðurkenninguna í skólanum í dag sem er viðurkenningarskjöldur, til skólans og til Jennýjar.


Áslandsskóli | Kríuási 1, 221 Hafnarfjörður
Sími: 585 - 4600 | Netfang: aslandsskoli@aslandsskoli.is