Foreldraviðurkenning Foreldraráðs Hafnarfjarðar

16.4.2013

Foreldraráð Hafnarfjarðar veitir á hverju ári foreldraviðurkenningu til aðila í skólaumhverfinu í Hafnarfirði sem þykja hafa stuðlað að auknu foreldrasamstarfi, vinna að góðum og bættum tengslum heimilis og skóla í bænum, sinnt frumkvöðlastarfi og/eða lagt sitt af mörkum við óeigingjarnt starf í þágu barna, unglinga og foreldra í Hafnarfirði.

{nl}

Foreldraviðurkenningin 2013 verður haldin hátíðleg þann 6. maí í Hafnarborg kl. 17.30-19.00.

{nl}

Þeir sem tilnefndir eru fá viðurkenningaskjal og sá sem hreppir viðurkenninguna fær verðlaunagrip frá hafnfirskum listamanni.

{nl}

Öllum er frjálst að senda inn tilnefningar á netfangið foreldrarad@hafnarfjordur.is tekið er á móti tilnefningum til 30. apríl n.k.

{nl}

Með tilnefningu þarf að fylgja með ástæða tilnefningarinnar í örfáum orðum.


Áslandsskóli | Kríuási 1, 221 Hafnarfjörður
Sími: 585 - 4600 | Netfang: aslandsskoli@aslandsskoli.is