Árshátíð nemenda 2013

12.3.2013

Miðvikudagskvöldið 20.mars verður árshátíð nemenda Áslandsskóla haldin hér í skólanum. Þemað í ár er Winter wonderland sem var ákveðið af árshátíðarnefndinni.

{nl}

 

{nl}

Húsið opnar kl. 18:30 og borðhald hefst kl. 19:00 eftir það dansleikur til kl. 22:30.

{nl}

 

{nl}

Boðið verður upp á veislukvöldverð, lambakjöt og kalkún með steiktum kartöflum, rjómasveppasósu og fleira meðlæti. Í eftirrétt verður svo volg súkkulaðikaka með ís.

{nl}

Á meðan á borðhaldi stendur verður Ari Eldjárn með uppistand og nemendur sína árshátíðarskaup.

{nl}

 

{nl}

Miðaverð er 3000 krónur og byrjar sala miðvikudaginn 13.mars og stendur fram til lokunar í Ásnum á föstudagskvöldið 15. mars.

{nl}

 

{nl}

Það skal tekið fram að á árshátíðinni verða teknar myndir fyrir árbókina.


Áslandsskóli | Kríuási 1, 221 Hafnarfjörður
Sími: 585 - 4600 | Netfang: aslandsskoli@aslandsskoli.is