Grunnskólahátíð

1.2.2013

Framundan er Grunnskólahátíð ÍTH. Hátíðin er haldin 6. febrúar og byrjar hún á leiksýningum frá öllum skólum bæjarins í Gaflarleikhúsinu kl. 13.00. Miðaverð á Grunnskólahátíðina er 2500 kr og byrjar miðasala í Ásnum á morgun föstudaginn 1.febrúar.

{nl}

 

{nl}

Kennslu í unglingadeild miðvikudaginn 6.febrúar lýkur kl. 12.00

{nl}

Um kvöldið verður haldin dansleikur í íþróttahúsinu við Strandgötu. Nemendur mæta í Áslandsskóla kl. 18:30 og taka rútu þaðan á ballið.

{nl}

 

{nl}

Ballinu lýkur kl. 23.00. Fatahengi verður á staðnum en ekki er borin ábyrgð á verðmætum og hvetjum við foreldra/forráðamenn að biðja unglinginn sinn að skilja ekki mikil verðmæti eftir í yfirhöfnum sínum. Einnig hefur verið tekinn sú ákvörðun að geyma ekki skópör í fatahengi.

{nl}

 

{nl}

Í lok kvölds byrja rútur að fara frá Strandgötunni kl. 22:30. Mælst er til að foreldrar/forráðamenn sem geta, komi og nái í sinn ungling og jafnvel vinina líka. Þetta gerir okkur kleift að panta færri rútur og þar af leiðandi verður kostnaður minni. Athygli skal vakin á því að börn þeirra sem verða sótt verða með þessu móti mætt töluvert fyrr heim.

{nl}

 

{nl}

Frí er í fyrstu þremur tímum þann 7. feb. fyrir nemendur í unglingadeild.

{nl}

Sjoppa verður á staðnum þar sem seldar verða pizzusneiðar og fleira góðgæti.


Áslandsskóli | Kríuási 1, 221 Hafnarfjörður
Sími: 585 - 4600 | Netfang: aslandsskoli@aslandsskoli.is