Allskonar upplýsingar fyrir jólafrí

18.12.2012

Nú líður senn að jólum og jólafríi.

{nl}

Í síðustu viku óskaði fræðsluráð eftir umsögn skólaráðs Áslandsskóla, skólaráðs Hraunvallaskóla og Foreldraráðs Hafnarfjarðar um tillögu Sjálfstæðisfólks að betri nýtingu skólahúsnæðis þar sem leitað yrði leiða til að leysa húsnæðisvanda við Áslands- og Hraunvallaskóla með öðrum hætti en viðbyggingum þar sem ekki liggur fyrir að hægt verði að ráðast í fjárfrekar framkvæmdir í Hafnarfirði á næstu mánuðum. Lagt var til að húsnæði í öðrum skólum bæjarnins eða nálægðum mannvirkjum verði nýtt til kennslu tímabundið.

{nl}

Stjórn foreldrafélagsins sendi tölvupóst á alla foreldra í síðustu viku og leitaði eftir sjónarmiðum þeirra - við þökkum ykkur fyrir svörin sem bárust og var þeim komið áleiðis í skólaráð skólans og Foreldraráð Hafnarfjarðar. Síðasti skiladagur umsagna er 3. janúar 2013.

{nl}

Eins og öllum er ljóst eru framkvæmdir á skólalóðinni þar sem verið er að undirbúa að koma niður lausu kennslustofunum þremur. Á næstu vikum verður unnið að því að koma þeim niður, tengja lagnir og annað.

{nl}

Hið árlega bréf aðila í skóla- og forvarnarsamfélaginu verður sent á foreldra nú fyrir jólin þar sem fjölskyldur eru hvattar til að eiga jól og áramót saman. Um áramótin fá svo foreldrar barna í 7.-10. bekk sent sms þar sem foreldrafélagið hvetur foreldra til að njóta áramótanna í faðmi fjölskyldunnar.

{nl}

Stjórn foreldrafélagsins óskar ykkur öllum gleðilegra jóla og þakkar ykkur öllum fyrir gott samstarf á líðandi ári.

{nl}

Gleðileg jól


Áslandsskóli | Kríuási 1, 221 Hafnarfjörður
Sími: 585 - 4600 | Netfang: aslandsskoli@aslandsskoli.is