Foreldrarölt - fyrirbyggjandi og jákvætt aðhaldsverkefni

27.11.2012

Í nýrri tölfræði frá lögreglunni um afbrot í Hafnarfirði má sjá að afbrotum fækkar umtalsvert í Hafnarfirði (http://www.logreglan.is/upload/files/Hafnarfj%F6r%F0ur%283%29.pdf). Lögreglan þakkar það ekki eingöngu sjálfum sér heldur aukinni virkni íbúa í Hafnarfirði.

{nl}

Foreldrarölt er ein af bestu leiðunum til að tryggja öryggi í hverfinu okkar auk þess að hafa jákvæð áhrif á uppeldislegt umhverfi barna okkar.

{nl}

 

{nl}

Rannsóknir sýna að börn sem fá stuðning og aðhald frá foreldrum sínum vegnar betur í lífinu, ná frekar námsárangri og neyta síður vímuefna en börn foreldra sem sinna þeim lítið. Þátttaka í foreldrarölti er góð leið til að foreldrar hitti aðra forelda, tryggi að útivistarreglur séu virtar og til að láta bæjaryfirvöld eða lögreglu vita af afbrotum og því sem miður fer í hverfinu.

{nl}

 

{nl}

Félagsmiðstöðin Ásinn, skólstjórnendur Áslandsskóla og æskulýðsfulltrúi Hafnarfjarðar leggja mikla áherslu á að starf í félagsmiðstöðinni sé fyrirbyggjandi og jákvætt fyrir unga fólkið en hvetja foreldrana til að standa saman að því að tryggja að hverfið og umhverfi barnanna sé í lagi.  Þátttaka í foreldrarölti er góð leið til þess.  Þess vegna hvetjum við foreldra til að taka jákvætt í það þegar að kemur að þeirra bekk að rölta.

{nl}

 

{nl}

Starfsfólk félagsmiðstöðvarinar tekur á móti ykkur og býður uppá kaffi áður en lagt er af stað.

{nl}

 

{nl}

Axel Guðmundsson, Verkefnastjóri í Ásnum

{nl}

Geir Bjarnason, Æskulýðs- og forvarnafulltrúi

{nl}

Leifur S. Garðarsson, Skólastjóri Áslandsskóla


Áslandsskóli | Kríuási 1, 221 Hafnarfjörður
Sími: 585 - 4600 | Netfang: aslandsskoli@aslandsskoli.is