Flottur Stíll

26.11.2012

Stíll er keppni á milli félagsmiðstöðva þar sem keppt er í hárgreiðslu, förðun og fatahönnun út frá ákveðnu þema sem var í ár framtíðin. Hver félagsmiðstöð má senda eitt lið til keppni og voru okkar keppendur í ár þær Hekla, Nadía, Tinna og Unnur allar úr 8.bekk.
Markmið Stíls er að hvetja unglinga til listsköpunar og vekja jákvæða athygli á því hvað unglingar eru að gera. Einnig að gefa þeim kost á að koma sínum hugmyndum á framfæri.

{nl}

 

{nl}

Stelpurnar skiptu með sér verkum: Tinna sá um hár og neglur, Hekla um förðun, Nadía var módel og svo var samvinna með kjólinn sjálfan. Útkoman var  virkilega flott hjá stelpunum.


Áslandsskóli | Kríuási 1, 221 Hafnarfjörður
Sími: 585 - 4600 | Netfang: aslandsskoli@aslandsskoli.is