Leiðarljós foreldrasamstarf í Hafnarfirði í vinnslu

7.11.2012

Í gærkveldi hélt Foreldraráð Hafnarfjarðar námskeið fyrir allar stjórnir foreldrafélaga grunnskóla í Hafnarfirði, fulltrúa foreldra í skólaráði og fulltrúa í Foreldraráðinu námskeið þar sem leitað var eftir hver leiðarljós foreldrasamstarf í Hafnarfirði yrðu.

{nl}

Hreint út sagt frábær mæting var á námskeiðinu - húsið fylltist eða um 50 manns mættu. Kynningar formanna stjórna foreldrafélaganna voru um margt merkilegar og upplýsandi sem og fræðandi. Öll foreldrafélög eru  einstök og leggja sitt af mörkum að gera skólasamfélagið gott með ýmsum hætti. Helga Margrét Guðmundsdóttir foreldrasamstarfsfrömuður og reynslubolti um mótun foreldrasamstarfs hélt utan um námskeiðið og stýrði af röggsemi. Lokahnykkur námskeiðsins verður haldið seinna í nóvember og þá verður leiðarljós foreldrasamstarf í Hafnarfirði kunngjört þar sem foreldrar frá öllum 8 grunnskólum bæjarins lögðu hönd á plóg við gerð leiðarljóssins.


Áslandsskóli | Kríuási 1, 221 Hafnarfjörður
Sími: 585 - 4600 | Netfang: aslandsskoli@aslandsskoli.is