Takk fyrir komuna kæru bekkjartenglar!

2.10.2012

Þriðjudagskvöldið 2. október hélt stjórn foreldrafélagsins bekkjartenglakvöld fyrir bekkjartengla, aðra foreldra sem og alla í skólasamfélaginu. Jóhanna varaformaður fór yfir hverjir væru í stjórn foreldrafélagsins í vetur, kynnti Drífu og Kristínu Dóru en þær sitja fyrir hönd foreldra barna í Áslandsskóla í skólaráði skólans í vetur. Farið var yfir fyrirkomulag kaffispjallsins og foreldraröltsins.Helga Margrét Guðmundsdóttir fjallaði um hlutverk bekkjartengla, ræddi um hvernig hverfi við viljum búa í en skólinn okkar er hjartað í hverfinu og við verðum að hlúa vel að honum. Eftir hlé var fólki skipti í nokkra hópa og fengu hóparnir ólíka umræðupunkta til að spjalla um. Niðurstöður úr hópunum verða teknar saman og sendar á alla foreldra í vikunni. Glærur frá Jóhönnu verða einnig settar hér á vefinn í vikunni.

{nl}

Heimar sem sjá um foreldraröltið í október eru:

{nl}

5. október: 6.BBB. Goðaheimar

{nl}

12. október: 7.EB. Garpheimar

{nl}

19. október. 8.ÁMH. Flókaheimar

{nl}

26. október. 1.MBG. Skýjaheimar

{nl}

Allir að taka vel við sér þegar bekkjartenglar óska eftir áhugasömum foreldrum að rölta


Áslandsskóli | Kríuási 1, 221 Hafnarfjörður
Sími: 585 - 4600 | Netfang: aslandsskoli@aslandsskoli.is