Hjólareglur

27.9.2012

Samkvæmt umferðarlögum mega 7 ára og eldri hjóla á akbraut án leiðsagnar og eftirlits.  Nemendur sem náð hafa 7 ára aldri mega því koma á hjóli í skólann. Hjólum skal læsa þegar komið er í skólann,  ekki má hjóla á skólalóðinni og  eru hjólin alfarið á ábyrgð foreldra.  Allir sem koma á hjóli verða að hafa hjálm.

{nl}

Foreldrar þurfa að sjálfsögðu að taka tillit til veðurfars og aðstæðna hverju sinni þegar ákvörðun er tekin um hvort fara skuli á hjóli í skólann eða ekki.

{nl}

Hlaupahjól, hjólabretti, línuskauta og hjólaskó á að skilja eftir heima.

{nl}

Ef þessir hlutir eru gerðir upptækir þurfa  forráðamenn að sækja þá á skrifstofu skólans.


Áslandsskóli | Kríuási 1, 221 Hafnarfjörður
Sími: 585 - 4600 | Netfang: aslandsskoli@aslandsskoli.is