Af húsnæðismálum Áslandsskóla - úr skólaslitaræðu skólastjóra

12.6.2012

Áslandsskóli er ört stækkandi samfélag og ljóst að húsakostur er orðinn of lítill.  Skólastjórnendur og í raun skólasamfélagið allt hafa þrýst á að byggður verði íþróttasalur með fjórum kennslustofum til að ná betur utan um starfið. 

{nl}

Viðræður hafa staðið yfir milli Hafnarfjarðarbæjar og FM húsa sem eru lóðar- og húseigendur Áslandsskóla.  Eins og staðan er nú þykir líklegt að þrjár færanlegar kennslustofur verði settar upp á skólalóðinni á haustdögum, líklega næst það þó ekki fyrr en skólastarfið verður þegar hafið.  Enn fremur fékk ég upplýsingar um það á fundi með æðstu ráðamönnum sveitarfélagsins í gær að viðræður við FM hús héldu áfram með það að markmiði að eining með íþróttasal og fjórum kennslustofum verði reist á lóð skólans eins fljótt og kostur er.


Áslandsskóli | Kríuási 1, 221 Hafnarfjörður
Sími: 585 - 4600 | Netfang: aslandsskoli@aslandsskoli.is