Skólahald í Áslandsskóla í framtíðinni

20.3.2012

{nl}

Kæru  foreldrar

{nl}

 

{nl}

Geysilega mikilvægt er að foreldrar nemenda í Áslandsskóla, bæði nú og í framtíð, mæti til neðangreinds Gaflarakaffis í Lækjarskóla á laugardag.  Skólayfirvöld Áslandsskóla í samstarfi við Foreldrafélag Áslandsskóla hafa í mörg undanfarin ár bent á þann hagkvæma kost að byggja íþróttahús við Áslandsskóla með innbyggðum kennslustofum.

{nl}

Á þessu Gaflarakaffi er verið að ræða framtíð skólahalds í hverfinu okkar og á því eigum við að hafa skoðun.  Hægt verður t.d. að leggja fram skoðanir á prenti þó þær tengist ekki málstofunum beint heldur almennt skólahaldi hér í Áslandi.  Verum vel undirbúin og látum í okkur heyra.

{nl}

 

{nl}

Ég hvet alla eindregið til að mæta og láta til sín taka.  Höfum skoðanir á framtíðinni.

{nl}

 

{nl}

Leifur S. Garðarsson, skólastjóri Áslandsskóla

{nl}

 

{nl}

Laugardaginn 24. mars er boðað til Gaflarakaffis um skólaskipan í Hafnarfirði í Lækjarskóla kl. 11-13.

{nl}

Auglýsingu um málþingið er að finna í viðhengi póstsins.

{nl}

 

{nl}

Tilefni málþingsins er sérstaklega að ræða þrjú mál í skólaumhverfinu í Hafnarfirði:

{nl}

1.       Hvort unglingaskóli fyrir hverfi í uppbyggingu (Ásland, Vellir) komi frekar til greina en að byggja yngri barna skóla eða útibú við grunnskóla (Áslandsskóli, Hraunvallaskóli) vegna væntanlegrar fjölgunar íbúa í þeim hverfum á næstu árum.

{nl}

2.       5 ára börn/deildir verði  í húsnæði grunnskóla þar sem það er til staðar (Setbergsskólahverfið nefnt sem raunhæfur möguleiki nú).   Þetta myndi spara leikskólabyggingar, en tryggja verður að gæði skólastarfsins verði ekki minni.

{nl}

3.       2-9 ára grunnskóli verði til sem skólamöguleiki (t.d. í Engidal) frekar en að reka innan sama húsnæðis bæði leikskóla (Álfaberg) og grunnskóla (Víðistaðaskóli) svo til verði nýtt skólaform í Hafnarfirði.  Kynning frá Mosfellsbæ, en þar er slíkur skóli í rekstri.

{nl}

 

{nl}

Erindi og umræður verða í málstofum til að hlusta á og heyra sjónarmið um æskilega þróun á skólaskipan fyrir árangursríkt skólastarf í Hafnarfirði.

{nl}

 

{nl}

Allir hjartanlega velkomnir meðan húsrúm leyfir.

{nl}

 

{nl}

Magnús Baldursson, sviðsstjóri fræðsluþjónustu í Hafnarfirði.

{nl}

.


Áslandsskóli | Kríuási 1, 221 Hafnarfjörður
Sími: 585 - 4600 | Netfang: aslandsskoli@aslandsskoli.is