Tölum saman - Samskipti foreldra og unglinga um kynlíf

6.2.2012

Við minnum á sameiginlega fræðslu fyrir foreldra og unglinga í 7. – 10. bekk um kynlíf og kynhegðun sem haldin verður miðvikudaginn 8. febrúar í sal Áslandsskóla. Fræðslufundurinn stendur í einn og hálfan klukkutíma og er hann tvískiptur, þ.e.:

{nl}

 

{nl}

7. - 8. bekkur er frá kl. 18:00-19:30

{nl}

 

{nl}

9.-10. bekkur síðar sama kvöld frá kl. 20:00-21:30

{nl}

 

{nl}

Unglingsárin eru tími mikilla breytinga sem taka á félags-, líffræði- og tilfinningalegum þáttum.

{nl}

{nl}

Hvernig tekst þér sem foreldi að tala um alla þá þætti sem tengjast þessum miklu breytingum í lífi barnsins þíns?

{nl}

Málefni er varða kynlíf og kynhegðun eru ofarlega í huga flestra unglinga og margir foreldrar vita ekki hvernig þeir eigi að snúa sér í þeirri umræðu.

{nl}

Rannsóknir sýna að ef þessi málefni eru rædd þá byrja unglingar seinna að stunda kynlíf og þeir verða ábyrgari.

{nl}

Á fræðslufundinum er boðið upp á sameiginlega fræðslu fyrir foreldra og unglinga um kynlíf og kynhegðun.

{nl}

Fyrirlesarar eru:

{nl}

Dagbjört Ásbjörnsdóttir, mannfræðingur, MA
Sigurlaug Hauksdóttir, félagsráðgjafi, MA
Guðbjörg Edda Hermannsdóttir, félagsráðgjafi, MA

{nl}

 


Áslandsskóli | Kríuási 1, 221 Hafnarfjörður
Sími: 585 - 4600 | Netfang: aslandsskoli@aslandsskoli.is