Höldum saman gegn einelti

29.1.2012

Kæru foreldrar

{nl}

Foreldrafélagið þakkar þeim foreldrum sem komu á fræðslukvöldið 17. janúar síðastliðinn. Fyrirlestur Kolbrúnar sálfræðings um hvernig við sem foreldrar gætum fyrirbyggt einelti var fróðlegur og fjallaði hún m.a. um áhrif eineltis, algengar birtingamyndir eineltis hjá börnum, að einelti sé á ábyrgð samfélagsins í heild sinni og að skóli og foreldrar þurfi að vinna saman. Kynnið ykkur endilega vefinn Höldum saman gegn einelti - www.kolbrunbaldurs.is/.

{nl}

Eftir fyrirlestur Kolbrúnar var spilað eineltis-forvarnarspilið TRABB, sem Áslandsskóli og foreldrafélagið keyptu inn í vetur. Júlíana námsráðgjafi sagði frá tilgangi spilsins en það er íslenskt teningaspil sem ungt fólk úr Fjölbrautarskólanum í Garðabæ bjó til en það fjallar um einelti og vináttu. Skemmtilegar umræður sköpuðust í hópunum og var ekki annað að sjá en allir hefði skemmt sér vel við að spila.

{nl}

Eftir spilamennskuna var rætt um hvaða fyrirlestra foreldrar hefðu áhuga að hlýða á. Hugmyndir að efni var m.a. tölvunotkun (SAFT), heilsa og heilbrigði, flutningur á milli skólastiga (grunnskóli – framhaldsskóli). Foreldrafélagið hefur komið þessum hugmyndum áfram til Foreldraráðs Hafnarfjarðar þar sem fyrirhugað er að bjóða foreldrum allra skóla í Hafnarfirði upp á sameiginleg fræðslukvöld.  Vefsíða foreldraráðs er: http://foreldrarad.hafnarfjordur.is/foreldrarad_hafnarfjardar/Default.asp 

{nl}

Foreldrafélagið þakkar þeim foreldrum sem sáu sér fært um að mæta á fræðslukvöldið, Kolbrúnu sálfræðingi og Júlíönu námsráðgjafa fyrir skemmtilegt og fræðandi kvöld.

{nl}

Við viljum minna á heimasíðu okkar, en þar eru að finna gagnlegar upplýsingar fyrir foreldra. Jafnframt hvetjum við ykkur til að hafa samband við okkur í gegnum netfang foreldrafélagsins (foreldrafelag@aslandsskoli.is) með allt það sem tengist samskiptum heimilis og skóla.
 
Bestu kveðjur
Harpa, Jóhanna, Kristjana, Drífa, Þóra, Guðbjörg Lind, Helga og Dóra


Áslandsskóli | Kríuási 1, 221 Hafnarfjörður
Sími: 585 - 4600 | Netfang: aslandsskoli@aslandsskoli.is