Bestu óskir um gleðileg jól og heillaríkt komandi ár

8.12.2011

Foreldrastarf í Áslandsskóla hefur gengið vel í haust á margan hátt. Auðveldlega gekk að fá bekkjarfulltrúa fyrir flesta bekki en að meðaltali eru 3 bekkjarfulltrúar í bekk. Til gamans má geta þess að bekkjarfulltrúar eru 73 í 24 bekkjum. Vel hefur tekist að fá foreldra til að taka þátt í foreldraröltinu á föstudagskvöldum og voru umræður í kaffispjalli árganga góðar.

{nl}

 

{nl}
{nl}
{nl}

Þriðjudaginn 17. janúar kl. 20-22 verður fundur fyrir bekkjarfulltrúa þar sem umræðuefnið verður einelti og velferð nemenda. Dagskrá verður kynnt nánar er nær dregur.

{nl}

 

{nl}

Stjórn foreldrafélagsins óskar starfsfólki, nemendum og foreldrum gleðilegrar jólahátíðar og góðs nýs árs (jólakveðja).

{nl}


Bestu kveðjur,

{nl}

 

{nl}

Harpa, Jóhanna, Drífa, Kristjana, Dóra, Guðbjörg, Helga og Þóra

{nl}

Netfang: foreldrafelag@aslandsskoli.is

{nl}

 


Áslandsskóli | Kríuási 1, 221 Hafnarfjörður
Sími: 585 - 4600 | Netfang: aslandsskoli@aslandsskoli.is