Jólasmiðja ÍTH

2.12.2011

Eftirfarandi póstur barst frá ÍTH þar sem vakin er athygli á fyrirkomulagi frístundaheimila um jólin:

{nl}

Jólasmiðja ÍTH frá 21. desember til og með 3. janúar 2012.

{nl}

Ákveðið hefur verið að í stað þess að vera með opið í jólafríinu í hverju frístundarheimili fyrir sig að hafa miðlæga opnun í frístundaheimilinu í Setbergsskóla sem er staðsett í íþróttahúsinu á 2. hæð. Sími 565-1031 og 664-5752. Opnunartími er frá kl. 08:00-17:00 dagana 21. des. - 22. des. - 23.des. - 27. des.- 28.des. - 29.des. - 30. des. 2011 og 2. jan. - 3. jan. 2012.

{nl}

Boðið verður uppá fjölbreytt starf t.d. íþróttasmiðju, föndursmiðju, ratleik og fl. Þetta er ekki inní mánaðargreiðslunni sem foreldrar fá, því er jólasmiðjan greidd aukalega og kostar klukkutíminn 223 krónur.

{nl}

Jólasmiðjan er eingöngu fyrir þau börn sem skráð eru í frístundarheimilin. Börnin þurfa að koma nestuð að heiman. Rukkað er fyrir þá daga sem barn er skráð hvort sem það mætir eða ekki.

{nl}

Taka þarf fram hvaða daga barn mætir, kl. hvað það mætir og hvenær það er sótt. Einnig þarf að koma fram nafn barns, kennitala, nafn greiðanda, kennitala, sími foreldra og skóli.

{nl}

Skráning í jólasmiðjuna er opin til og með 15. des. Skráning fer fram á netfangið lindah@hafnarfjordur.is eða í síma 585-5750.

{nl}

Með jólakveðju,

{nl}

Linda Hildur Leifsdóttir S: 6645760 og
Erla Björk Hjartardóttir S: 6645787
Verkefnastjórar á Skrifstofu æskulýðsmála í Hafnarfirði


Áslandsskóli | Kríuási 1, 221 Hafnarfjörður
Sími: 585 - 4600 | Netfang: aslandsskoli@aslandsskoli.is