Afmælishátíð

3.11.2011

Það er búið að vera mikið fjör hjá okkur í dag. Við byrjuðum á að fara inní sal ásamt öllum nemendum skólans og starfsfólki. Við fengum að heyra nýja skólasönginn okkar sem er alveg ferlega flottur og var það hljómsveitin Pollapönk sem frumflutti hann. Söngvarinn í hljómsveitinni hann Haraldur Freyr Gíslason samdi lagið en textann samdi skólastjórinn okkar hann Leifur. Hljómsveitin söng líka nokkur önnur lög fyrir okkur meðal annars babú bíls lagið við miklar undirtektir.

{nl}

Í hádeginu fengum við svo veislumat að hætti Gunnars Kokks og búið var að skreyta borðin fallega með servéttum og kertum.

{nl}

Eftir frímínútur fengum við svo súkkuklaðiköku og mjólk inni í stofu og sungum afmælissönginn fyrir skólann okkar.

{nl}

Þetta er búinn að vera mikill hátíðisdagur og við segjum bara enn  og aftur til hamingju með afmælið Áslandsskóli.

{nl}

 


Áslandsskóli | Kríuási 1, 221 Hafnarfjörður
Sími: 585 - 4600 | Netfang: aslandsskoli@aslandsskoli.is