Heimsókn frá Umboðsmanni barna

10.10.2011

Dagana 10.-15.október er vinavika í Áslandsskóla og fengu nemendur á yngsta og elsta stigi heimsókn í gær frá Umboðsmanni barna.

{nl}

Margrét María Sigurðardóttir og Eðvald Einar Stefánsson voru með kynningu á embættinu og verkefnum sínum, m.a. verkefninu „verum vinir“. Nemendur fræddust um hvað umboðsmaður barna gerir en hann er opinber talsmaður fyrir öll börn á Íslandi. Hlutverk hans er að vinna að því að bæta hag barna og unglinga og sjá til þess að tekið sé tillit til réttinda þeirra og hagsmuna á öllum sviðum samfélagsins. 

{nl}

Nemendur á yngsta stigi fengu stutta kynningu og sáu myndbönd sem fjalla um vináttu, í lokin fengu þau hurðaspjöld til að klippa út og lita og tengist það verkefninu „verum vinir“. Nemendur á elsta stigi fengu mun frekari kynningu á embættinu, sáu myndbönd og voru fengin í leik sem tengdist réttindum barna og unglinga. Einnig var verkefnið „verum vinir“ kynnt fyrir þeim og fengu þau meðferðis hurðaspjöld þar sem mikilvæg atriði um vináttu og réttindi þeirra koma fram.

{nl}

Nánari upplýsingar um umboðsmann barna má finna á heimasíðu embættisins, www.barn.is.


Áslandsskóli | Kríuási 1, 221 Hafnarfjörður
Sími: 585 - 4600 | Netfang: aslandsskoli@aslandsskoli.is