Áhrif á líðan, sjálfsmynd og námsárangur barna; erindi fyrir foreldra

22.9.2011

Miðvikudaginn 28. september kl. 19.30 – 21.30 mun Nanna Kristín Christiansen, kennari og höfundur bókarinnar Skóli og skólaforeldrar, vera með kynningu á sal Áslandsskóla þar sem hún fjallar um hvers vegna samstarf foreldra og skóla er jafn mikilvægt og raunin er. Hún mun segja frá því hvaða áhrif foreldrar hafa og hvernig.

{nl}

Allir sem þekkja börn vita að foreldrar þeirra hafa mikil áhrif á líðan þeirra og sjálfsmynd. Nú hafa fjölmargar rannsóknir jafnframt staðfest að enginn einstakur þáttur hefur meiri áhrif á námsárangur barna en viðhorf og væntingar foreldra þeirra. Þessi staðreynd segir okkur að við þurfum að ígrunda vel hlutverk skólaforeldra og finna hvernig þeir geti stuðlað að velferð barna sinna.

{nl}

Nanna Kristín Christiansen bendir á að grunnskólinn er eina opinbera stofnunin sem allir foreldrar þurfi að vera í samstarfi við í allt að tíu ár. Því megi fullyrða að grunnskólinn hafi ekki aðeins mikil áhrif á daglegt líf barna heldur einnig á foreldra þeirra. Þegar börn verða nemendur í grunnskóla verða foreldrar þeirra jafnframt skólaforeldrar og vill Nanna Kristín meina að það sé enn mikilvægara hlutverk en við höfum almennt gert okkur grein fyrir.

{nl}

Harpa Pálmadóttir, formaður foreldrafélags Áslandsskóla, mun jafnframt kynna hlutverk foreldrafélagsins, skólaráðs og bekkjarfulltrúa og segja frá starfi foreldrafélagsins.

{nl}

Kaffi og konfekt á boðstólnum.

{nl}

Allir velkomnir


Áslandsskóli | Kríuási 1, 221 Hafnarfjörður
Sími: 585 - 4600 | Netfang: aslandsskoli@aslandsskoli.is