Heilsdagsskóli

15.8.2011

Kæru foreldrar / forráðamenn,

{nl}

Í sumar var formlega afgreitt að frístundaheimili/heilsdagsskólar sem hafa verið á forræði Skólaskrifstofu flytjist yfir til Skrifstofu æskulýðsmála og heyra nú undir Íþrótta- og tómstundanefnd.

{nl}

Undirbúningur að starfi vetrarins stendur nú yfir og er stefnt að því að frístundaheimilin opni öll daginn eftir skólasetningu á hverjum stað. Hvað varðar áherslur, skráningarferli o.fl. nú í upphafi starfs þá er fyrirkomulag með sama hætti og verið hefur. Nýjar áherslur í starfi verða innleiddar

{nl}

Áslandsskóli: Skráning fer fram á skólasetningu.  Starfsfólk verður staðsett í heilsdagsskóla og tekur við skráningum

{nl}

Sótt eru um vistun í gegnum Íbúagátt Hafnarfjarðar fyrir Hvaleyrarskóla, Öldutúnsskóla, Setbergsskóla og Víðistaðaskóla. Ef upp koma vandamál varðandi skráningu í íbúagáttinni leitið aðstoðar þjónustuvers Hafnarfjarðar í síma 585-5500

{nl}

Ath. að þeir sem þegar hafa skráð börn sín í frístundaheimili/heildagsskóla í vetur þurfa ekki að skrá aftur.

{nl}

Nánari upplýsingar hvers frístundaheimilis/heilsdagsskóla verða svo sendar til ykkar fljótlega.

{nl}

 

{nl}

Gjaldskrá 

{nl}

Hver mánuður, lágmarksgjald            4.460 kr. (innifaldar 20 klst.)  

{nl}

Hver klst. umfram 20 klst.                    223 kr.  

{nl}

Síðdegishressing, viðmiðunargjald       150 kr. á dag  

{nl}

Systkinaafsláttur:  25% með öðru barni og 50% með þriðja barni.  

{nl}

Umfram ofangreint eru einstök tómstundanámskeið innan heilsdagsskóla  pöntuð og greidd sérstaklega.

{nl}

Nánari upplýsingar má nálgast á Skrifstofu æskulýðsmála í síma 585-5750 eða senda fyrirspurn á ith@hafnarfjordur.is. 


Áslandsskóli | Kríuási 1, 221 Hafnarfjörður
Sími: 585 - 4600 | Netfang: aslandsskoli@aslandsskoli.is