Frá lögreglunni

17.12.2010

Eftirfarandi orðsending barst til foreldra og forráðamanna í vikunni frá lögreglunni: "Eitt viljum við kynna ykkur, að því miður hefur verið farið inn á nokkur heimili hér í bæ undanfarnar vikur og þaðan stolið ýmsum hlutum og meðal annars gramsað í jólapökkum sem til stóð að gefa vinum og ættingjum. Ég gekk um nokkra garða hér í einu hverfi bæjarins og sá þá að því miður voru mjög víða gluggar hálfopnir svo að ekki var mikil fyrirstaða fyrir óprúttna aðila að fara þar inn. Við biðjum ykkur því að loka og læsa gluggum og hurðum þegar þið yfirgefið heimili ykkar og huga að nágrönnum ykkar ef þið sjáið til óeðlilegra mannaferða við heimili þeirra. Þá var í haust fylgst með hraðakstri í nágrenni við grunnskóla bæjarins og því miður kom í ljós að þeir sem kærðir voru, voru í flestum tilfellum íbúar sjálfir og þurfum við því stundum að líta í eign barm þegar við kvörtum yfir hraðakstri. Að endingu get ég þó glatt ykkur með því að hér í Hafnarfirði hefur innbrotum fækkað á árinu svo og þjófnuðum og eignarspjöllum þó í aðeins minna mæli. Við hvetjum ykkur síðan til að halda áfram að sýna gott fordæmi með því að njóta áramótana með börnum ykkar eins og þið hafi gert síðustu ár."


Áslandsskóli | Kríuási 1, 221 Hafnarfjörður
Sími: 585 - 4600 | Netfang: aslandsskoli@aslandsskoli.is